We use cookies - they help us provide you with a better online experience.
By using our website you accept that we may store and access cookies on your device.

LOKASPRETTURINN Í ÚRVALDSDEILDINNI

Nú eru aðeins tvær umferðir eftir af tímabilinu og þrjú lið berjast um verða Íslandsmeistari en Leggjabrjótur leiðir deildina með 28 stig og hefur þriggja stiga forskot á Guttorm og fimm stig á grænland sem er með 23 stig. Úrslitin eru samt hvergi ráðin því athyglisverðir leikir eru framundan hjá liðunum.

Grænland hélt sér áfram í slagnum um Íslandsmeistaratitilinn með því að ná fram hefndum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsbikarinn sem fram fór fyrir nokkrum vikum. Í æsispennandi leik komst grænland fjórum sinnum yfir gegn Guttormi þegar þeir Matt, Bárður og Freybjörn skoruðu áður en sjálfur Henning Goðason fann sig lausan og setti sigurmarkið inn rétt fyrir leikslok.
Tapi Leggjabrjótur og Guttormur í næst síðustu umferðinni og gera svo innbirðisjafntefli og grænland vinnur bæði Leggjabrjót og Spurs.is, munu þeir verða Íslandsmeistarar.
Oriental Mistfits eru lýlega búnir að bjarga sér frá falli en það er spurning hvað þeir gera á móti Guttormi í næstu umferð. Guttormur verður að vinna til að geta orðið Íslandsmeistari því þeir eiga lokaleikinn gegn toppliðinu Leggjabrjót.
Leggjabrjótur á tvo erfiða leiki eftir og það eru einmitt leikir sem skera úr um það hvort þeir verji Íslandsmeistaratitilinn eða þeir bíti í brons. Ef þeir vinna grænland næstu helgi þá nægir þeim að halda jöfnu gegn Guttormi í loka umferinni til að verða Íslandsmeistari.

Stjórar félaganna, þeir gun2211, Einlar og rotarinn voru heimsóttir í vikunni.

Blaðamaður gekk fram á gun221 þar sem hann var bílskúrnum heima hjá sér að laga til. Þarna var margt að sjá. Blaðamanni fannst hann vera staddur á safni. Allskonar drasl og dót, verkfæri, loftlaus fótbolti, tómar flöskur, blómapottur með skrælnuðu fíkjutréi, gömul haglabyssa og svo stórt plaggat með Samönthu Fox frá 1986 hangandi upp á vegg. Blaðamaður og einlar horfðu þöglir og fullir aðdáunar á hana um skamma stund þar til gun2211 vék sér brosandi að blaðamanni og sagði að hún væri alltaf jafn flott.

Hvað gekk á síðustu helgi? Fjögur stykki á Guttorm og þið eruð allt í einu með í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta var sæt hefnd. Hver er uppskriftin að svona glæsilegum sigri?
Þetta var frábær sigur gegn mjög svo sterku liði. Þetta er annar deildarleikurinn í röð sem við vinnum Guttorm 4-3. Þótt það sé ótrúlegt þá erum við já áfram í baráttunni um titilinn þótt það verði svakalega erfitt að ná að vinna hann. Ég fórnaði mörgum leikjum í deildinni til þess að ná langt í bikarnum, maður er kannski smá svekktur yfir því núna. Liðið getur ennþá endað í 4 sætinu svo fyrsta takmarkið er að verja 3 sætið og annað er bara bónus. Það er greinilegt að miðjan er ennþá mjög mikilvæg í þessum leik.

Leigubílsstjórinn sem skutlaði mér hingað sagði við mig að nú stæði í gangi einhverskonar móralshreinsun hjá grænlandi og að leikmenn liðsins hafi aldrei verið jafn vinsælir hjá aðdáendum liðsins og akkúrat núna. Er þetta eitthvað sem þú vilt láta uppi?
Mér datt í hug að reyna að ná í nýtt Afrek - Vingjarnlegi hópurinn. Það er ekki alveg að ganga og þarf ég því að selja nokkra leikmenn til þess að ná markmiðinu

Þannig þetta kemur mórölsku ástandi liðsins ekkert við?
Nei ekki beint en liðsandinn minnkar ekkert þegar maður kaupir vinsæla leikmenn.

Og illgjarna liðið verður þá að bíða þangað til ársins...?
Já það er rétt. Væri best að gera það í lok tímabils vegna þess að miklar líkur er á að liðsandinn minnki þegar maður kaupir þessa illgjörnu leikmenn.

Þú gefur toppsætið á afrekalistanum ekkert eftir svo auðveldlega.
Veit ekki hvort nokkur annar á Íslandi sé að spá í þessu. Þannig að toppsætið verður mitt í einhvern tíma.

Hver er þessi Henning Goðason?
Hann er stjarna liðsins og hefur spilað 33 U-20 landsleiki og vonandi spilar hann einhvern tíman landsleik.

En þessi Ernir Númason?
Er gamall landliðsmaður og hefur hann spilað 13 landsleiki en því miður er hans tími að verða kominn og líklegt að hann leiti eitthvað annað eftir tímabilið.
--
gun2211 (1605570)
Samantha Fox (http://img.brothersoft.com/screenshots/softimage/h/hot_samantha_fox_wallpaper-390305-1280833169.jpeg)
Samantha Fox VHS myndband (http://youtu.be/9z04E8Ik-2Y)
Leikurinn gegn Guttormi (359158607)
Leikurinn gegn Leggjabrjót (359158613)
Leikurinn gegn Spurs.is (359158616)
Topp Afrekalistann má sjá á forsíðu Íslands
Henning Goðason (282450245)
Ernir Númason (114697975)



Blaðamaður hafði virt fyrir sér kýrnar í Húsdýragarðinum í góðri von að hann kæmi einhversstaðar auga á einlar, stjóra Guttorms. Þegar þolinmæðin var að renna í þrot vék maður nokkur sér að honum og fullyrti að hann væri einlar, stjóri Guttorms. Eftir að blaðamaður hafði sannfærst um að stjóri Guttorms væri maður, tókust þeir í hendur og gengu af stað og ræddu um næstu leiki.

Guttormur gegn Leggjabrjót. Verður ekki að aflífa tuddann ef hann fótbrotnar?
Nei heldur betur ekki, hann kemur bara stærri og sterkari inn í næsta tímabil ef það gerist

Nú eruð þið búnir að landa einum bikar, sjálfum Íslandsbikarnum. Er það ekki nóg?
Tuddinn verður aldrei saddur, og er stefnan alltaf að vinna titil.

Getum við hætt að leiðast?
Ha, jújú.

Nú er Leggjabrjótur búinn að sitja hálft tímabilið á toppnum, væri það bara ekki þjófnaður ef þið settust á toppinn í lokaumferðinni?
Jú kannski, en minnir að ég hafi lent í því oftar en einu sinni þannig að ég á það inni.

Hvernig verður annars tekið á Íslandsmeisturunum?
Það verður tekið á móti þeim á fullu afli enda síðasti leikur mótsins.

Þið steinláguð á móti grænlandi síðustu helgi þar sem þeir settu ein fjögur mörk á ykkur og það á ykkar eigin heimavelli. Úrslitin hljóta að hafa komið ykkur á óvart?
Nei í raun ekki, ég tók vissa áhættu sem borgar sig vonandi í lok mótsins. Annars kalla ég þetta ekki að steinliggja, þeir rétt hafa mig eftir að hafa slasað markvörðinn í byrjun leiksins.

Hver er Jóhannes Valdimarsson?
Hann Jóhannes er miðjumaður og er leikmaður landsliðsins í dag, hann hefur leikið með því 45 leiki. Auk þess að vera miðjutröll þá er hann með gríðarlega sendingahæfileika, hann er líka öflugur skallamaður og setur ófá mörkin þannig.
--
einlar (4772340)
Leikurinn gegn Oriental Misfits (359158612)
Leikurinn gegn Leggjabrjót (359158617)
Jóhannes Valdimarsson (173548310)


Takkaskór og grastorfur flugu um æfingasvæði Leggjabrjóts þegar blaðamaður kom í heimsókn. Þarna kepptu menn í tæklingum og stríðsöskrum og áður en blaðamaður hafði ráð til að verjast, blöstu við honum skósólar hins illgjarna, skapstóra og óheiðarlega Emils Ægissonar, ungs varnarmanns liðsins sem tæklaði undirritaðann í döðlur. Hann gargaði svo áður en hann hljóp í burtu “Ég heiti Emil og ég æfi tveggjafóta skriðtæklingar!”
Rotarinn kom aðvífandi með bros á vör. Hann var greinilega stoltur af þessum unga varnarmanni og spurði blaðamann hvernig honum hefði þótt tæklingin þegar hann studdi hann af svæðinu. Blaðamaður hváði og átti ekki til orð en lagði þess í stað spurningar fyrir hann.

Nú trónir þú á toppnum og átt stóra titilinn að verja gegn Guttormi grimma og grænlandinu stóra. Er þetta ekki vita vonlaust?
Alls ekki. Ég er býsna vongóður. Við erum á toppnum og tvö jafntefli myndu duga okkur til sigurs. Fyrir tímabilið reiknaði ég ekki með að leiða deildina og liðið fór ömurlega af stað með stórtapi á heimavelli gegn Guttormi og svo jafntefli gegn Grænlandi. Síðan þá hefur leiðin legið uppá við þar til nú um helgina þegar Mannakjöt tók sig til og hristi fram úr erminni ljótan sigur á okkur - enda með Jesús sjálfan í vörninni. Frá því að Leggjabrjótur vann titilinn fyrst hefur liðið aldrei lent neðar en í 1. sæti. Og ég ætla ekki að fara að breyta því núna !

Þið mætið grænlandi næstu helgi þar sem stuðningsmenn þínir í Kopites eru vissir um sigur. Er eitthvað vit í þeim?
Kopites eru ekki gáfuðustu skepnur á jarðríki. Þeir eru eins og Liverpool áhangendur, haldnir ævarandi bjartsýni. Eftir síðustu umferð er sjálfstraustið ekki í hæstu hæðum og jafntefli gegn Grænlandi væru prýðileg úrslit. Grænlendingar munu þó gefa allt sitt í leikinn því þeir þurfa sigur hér til að eygja von á titlinum. Ég var nú eiginlega búinn að afskrifa þá í titilbaráttunni fyrir tveimur umferðum en nú er allt gjörbreytt. Ef þeir vinna sína tvo leiki stórt og Leggjabrjótur og Guttormur gera jafntefli þá eru þeir meistarar.

Svo er það stóri slagurinn. Íslandsmeistararnir gegn Íslandsbikarmeisturunum. Leggjabrjótur gegn Guttormi og það á heimavelli Guttorms. Þetta verður suddalegur slagur og væntalega leikur tímabilsins.
Ég er skíthræddur. Það yrði svo svekkjandi að tapa titlinum í síðustu umferð. En ætli maður reyni ekki að brydda uppá einhverju nýju handa nautinu, koma því á óvart.

Hvernig verður tekið á tuddunum?
Þeir verða flegnir og grillaðir á spjóti.

Er David Diederichs fótbrotinn?
David er tognaður á eyra en læknaliðið er að vinna í málinu.

Hver er Kristófer Hafsteinsson?
Kristófer Hafsteinsson er gull af manni. Hann hefur verið í Leggjabrjóti alveg frá fæðingu og forfeður hans allir í sjö ættliði. Þegar hann kom úr unglingaliðinu var hann sæmilegur í bæði leiktækni og væng, og snöggur í þokkabót, svo ég ákvað strax að þjálfa drenginn upp í landsliðsklassa. Það þarf ekkert að einblína á frábæra gaura til að þjálfa upp, það er hægt að gera góða hluti með sæmilega drengi líka. Undanfarið tímabil hefur reyndar verið erfitt hjá stráknum þar sem hann er ósköp gjarn á að meiðast, sérstaklega í landsleikjum. Kannski er aldurinn farinn að segja til sín, en vonandi er ekki annað Woodgate dæmi hér á ferðinni. Kristófer verður í Leggjabrjóti til æviloka og fær sinn sess í glerskáp í félagsheimilinu eftir andlátið.
--
rotarinn (4719944)
Emil Ægisson (319636347)
Mannakjöt (36914)
Leikurinn gegn grænlandi (359158613)
Leikurinn gegn Guttormi (359158617)
David Diederichs (189087778)
Kristófer Hafsteinsson (200645150)


Ágætu lesendur. Um leið og ég hvet ykkur til að fylgjst með lokasprettinum í Úrvalsdeildinni hvet ég ykkur líka til að stefna á að koma ykkar eigin liðum í úrvalsdeildina, hvenær sem það yrði.
Góða skemmtun og farsælt gengi.

2012-01-25 03:43:53, 4524 views

Link directly to this article (HT-ML, for the forum): [ArticleID=14686]

 
Server 070