We use cookies - they help us provide you with a better online experience.
By using our website you accept that we may store and access cookies on your device.

1. KAFLI - GALAKVÖLD - 15 ÁRA AFMÆLI HATTRICK

Fyrir nokkru var blaðamaður staddur á galakvöldi Hattrick í höfuðstöðvum KSÍ en það var verið að fagna 15 ára afmæli leiksins. Það var margt um manninn, stórmenni sem og minni menn og allir virtust uppteknir af hvorum öðrum. Við niðinn í fólkinu blandaðist létt píanótónlist þar sem hinn útlenski Richard Cheese og bandið hans slógu Jass og sveiflublandaða tóna. Tónlistin féll fólkinu að geði og það myndaðist þessi líka fína stemning. Allir í góðu skapi.
Það gekk ekki svo áfallalaust fyrir mig að komast inn þar sem móttökustjórinn ætlaði ekki að trúa því að ég væri á gestalistanum og svo fór hann fram á að ég setti upp bindið sem hann rétti mér auk þess að hann var ekki par ánægður með græna flauelsjakkann minn, og ég sem var í skyrtu í stíl. “Í kokteilteiti sem þessu er ætlast til þess að menn mæti í smóking og með slaufu” sagði hann við mig en ég gerði honum grein fyrir því að ég væri ekki mörgæs.
Veislustjórinn Sjóher kom mér til bjargar og dró mig frá móttökustjóranum. Ég snéri mér við og ullaði framan í hann.
Herra Sjóher var svo sem ekkert blíður á svip þegar hann lagði mér línurnar um háttsemi, hegðun og framkomu en mér var alveg sama og sagði að ég væri bara hérna til að sinna starfi mínu en hann fékk ekkert að vita að ég er líka kominn til að skemmta mér ærlega enda frítt að drekka og éta og svo er líka allt vaðandi í kvenfólki. Við kvöddumst svo með handabandi, sáttir.

Stjórarnir stóðu í hóp eins og mörgæsir að skýla sér undan snjóstorm á suðurskautslandinu nema þessar mörgæsir voru með slaufu og litglaðann drykk í hönd. Þetta kom dálítið spánskt fyrir sjónir þar sem þeir voru yfirleitt klæddir í tríkot og með derhúfu á hausnum eða svefnpoka með ermum, gargandi eins og hanar á hliðarlínunni. Í kringum þá voru ýmist einhverjir menn sem maður hefur séð áður en þekkir samt ekki. Flestir stjóranna höfðu líka spússur sínar með og blaðamaður fékk á tilfinninguna að hér væri fegurðarsamkeppni í gangi. Þær voru nefnilega hver annarri glæsilegri.

Sjálfur Íslandsmeistarinn Einlar varð fyrstur á vegi mínum. Reyndar leitaði ég hann uppi en þóttist hafa rambað á hann fyrir tilviljun. Hjá honum stóð Jóhannes Valdimarsson, einn þekktasti leikmaður liðsins. Þrátt fyrir að Jóhannes sé alltaf fýldur á svipinn þá var hann í hátíðarskapi þegar mig bar að. Ég setti því upp extra jollí skap og heilsaði upp á félaganna.
“Sælir strákar! Svo þið látið sjá ykkur hérna? Til hamingju Íslandsmeistarar! Þið rústuðuð bara deildinni. Það er eitthvað sem maður sér ekki á hverju tímabili. Eru hin liðin ekki lengur samkeppnishæf?” Þeir litu samtaka á mig og með sama svip og virtust vera með svarið á hreinu en Einlar var fyrri til.
“Á þessu tímabili og líklega því næsta þá munu þau ekki eiga mikinn séns, það er helst Oriental Misfits sem maður er hræddastur við. En þeir hafa ekki haft sóknina til að fylgja eftir góðri vörn og miðju, og hafa þá verið í basli meða að vinna þá leiki sem þeir ættu að vinna” sagði hann og reyndi að láta eins og hann væri ekki í sjónvarpsviðtali með dæmigert svar.
En annars er liðið á mjög fínum aldri, flestir á aldrinum 27 til 30 ára og geta því spilað þrjú til fimm tímabil í viðbót. En ég er samt duglegur að endurnýja þannig að framtíðinn er björt hjá Guttormi.
”Liðið fékk meira en 400 punkta í hatstats. Hvernig er tilfinningin? Eruð þið ekki svakalega góðir?” Einlar brosti aðeins. Hann eiginlega réði ekki við sig. Sennilega er hann að rifna úr monti. “Hún er mjög góð. Ég spilaði marga heimaleiki rólega þannig að það voru yfirleitt svipaðar tölur á útivelli þegar ég spilaði normal” sagði hann svo áður en hann hallaði sér að mér og lækkaðiróminn; “En Himmi, þú mátt ekki birta þetta. Þetta er leyndarmál velgengninnar”. Svo leit hann snögglega útundan sér eins og til að tryggja að enginn hefði heyrt leyndarmálið hans og svo gaspraði hann út í loftið þannig að fólk heyrði til hans “En annars er liðið mitt svaka gott núna og hin liðin eru svolítið frá því, en annars er verð á leikmönnum mjög lágt núna þannig að það kostar ekki neitt svakalega mikið að styrkja liðið sitt”.
Ég ranghvoldi augunum. Ég held að allir hafi séð í gegnum þetta.
”Hvernig á að taka á Hattrick Masters? Eigið þið sem sagt meiri séns en áður? Ætlið þið í alvörunni að fara að vinna leik?”
“Það er alltaf erfitt að taka þátt í Hattrick Masters!” sagði hann og hristi höfuðið í hverju orði, svo horfði hann beint í augu mér og hóf hendurnar á loft til að leggja meiri áherslu á orð sín. “Á tímabilinu lentum við á móti svakalega sterku liði og ég ákvað að spila mots á móti því. En því miður gerðu þeir það líka og unnu leikinn”. Einlar þagði og virtist dapur í bragði en Jóhannes kom honum til bjargar og rétti okkur kampavínsglas. “Þetta hafði þau áhrif að við duttum strax út úr bikarnum en ég var reyndar að þjálfa nokkra sautján ára sem hafði stærri áhrif á það.
Þannig á næsta tímabili reikna ég með að spila bara normal í Masters og leggja mun meiri áherslu á bikarinn, og er það stefnan að vinna tvöfalt, skál fyrir því!” Það var enginn engill sem flaug hjá okkur þegar glösin okkar þriggja skullu saman og vínið sullaðist upp úr, því hlátursrokur okkar glumdu um salinn og fólk snéri sér við til að furða sig á þessum látum í okkur.
Þegar við höfðum áttað okkur á því að sennilega var þetta ekki eins fyndið og við héldum var kominn tími til að koma umræðunni niður á jörðina.
”Hvernig þjálfarðu liðið? Þú segir að flestir leikmannanna séu 27 til 30 ára. Sjálfsagt spila yngri menn æfingaleikina en hvaða þjálfun fá leikmennirnir annars?”
“Núna er áhersla á leiktækni þar sem jú yngri mennirnir eru að þjálfast upp í æfingaleikjum. Hjá þeim eldri er þetta eiginlega bara viðhald á þeirra hæfileikum þar sem þeir eru orðnir of gamlir og góðir til að hækka eitthvað eftir breytingarnar í Hattrick. Síðan er þetta blandað saman við sendingar, en þær koma yfirleitt sterkar til leiks eftir nokkrar umferðir í bikarnum, þá get ég hent þessum ungu fram eða á kantinn og sett miðjutröllin á miðjuna í staðinn.”
”En hvernig sérðu til þess að liðið falli ekki á aldri? Er það ekki einmitt hættulegt öllum liðum að þau endurnýjist ekki?”
“Ég er mjög vakandi yfir leikmannamarkaðinum, og fer í gegnum hann að minsta kosti á þriggja daga fresti og á alltaf nóg af pening þannig þegar rétti leikmaðurinn kemur þá missi ég ekki af honum. En til að eiga þennann sjóð þá hef ég oft þurft að taka erfiðar ákvarðanir, eins og að selja menn sem maður hefur þjálfað síðan þeir voru 17 ára þegar verðið á þeim var í hæsta punkti. En liðið hefur reyndar aldrei verið svona gamalt áður og er að toppa núna og næstu tvær leiktíðir.”
”Nú er Völundur Hrafnsson að komast á aldur, orðinn 29 ára og nýlega fenginn til liðs við landsliðið. Fær hann bara endalausa þjálfun? Hvernig er að þjálfa svona jaxla?"
Völundur var ekki endilega hugsaður sem landsliðsmaður þegar ég keypti hann en hann hafði allt sem ég vildi, góða leiktækni og gat sent boltann og svo er hann góður skallamaður. Hann átti að vera aðallega í sendingaþjálfun hjá mér sem hefði ekki skilað honum til landliðsins, en síðan drápu Hattrick TDF sem var mitt sérsvið og því var farið í að breyta um þjálfun sem skilaði honum landsliðssæti.”
Ég horfði í eitt augnablik á Einlar og hugsaði með mér hvað í ósköpunum TDF væri.
”Hvað hefurðu annars átt marga landsliðsmenn?”
“Ég hef átt þrjá. Ég átti í mjög stuttan tíma sóknarmanninn Braga Erlingsson en var fenginn til að selja hann þar sem hann var ekki í þjálfun og hann endaði hjá liði sem var ekki þjálfa hann hvort sem er. Síðan er hann Jóhannes enn hjá okkur. Hann er hetja liðsins” sagði hann um leið og hann lagði höndina á öxlina á Jóhannesi eins og grey maðurinn væri fasteign. “og er svona upphafið af velgengni Guttorms.” Jóhannes brosti vandræðalega og fannst eins og hann þyrfti að segja eitthvað en ég sá að hann var ekki að finna orðið svo ég kom honum til bjargar.
“Jóhannes, ertu ánægður með þessar tvær stjörnur sem þú fékkst fyrir leikinn* um daginn?”
Hann brosti því hann vissi alveg hvað ég var að fara. "Jú, stjörnurnar tvær eru nokkuð kærkomnar því síðast þegar ég fékk tvær heilar stjörnur, var þegar ég var unglingur og það þykir mér dálítið vænt um, en að Einlar skuli hafa sett mig í markið er eitthvað sem einmitt blöðin ættu gera meiri mat úr.” Jóhannes brosti ekki lengur og var orðinn öllu alvarlegri í fasi. “Ég er sá leikmaður sem er með hæsta starfsaldurinn, hef alltaf lagt mig hundrað prósent fram í hverjum einasta leik þó við höfum pikkað nokkrum sinnum og svo er ég bara settur í markið í einhverjum æfingaleik.” Jóhannes var farinn að snúa sér meira að Einlari sem stóð sem steini lostinn og ríghélt utan um vínglasið sitt.
Ég draup á kampavíninu og leit í kringum mig til að athuga hvort kastljósið beindist nokkuð að okkur. Sú var ekki raunin. Það voru allir að horfa á okkur. Einlar var búinn að finna glufu á orðabunu Jóhannesar og þeir voru farnir að ræða málin eins og Einlar sagði einmitt; “Við skulum nú ræða málin Jóhannes minn.” Við þetta æstist Jóhannes enn meira svo ég taldi að þetta væri orðið ágætt að minni hálfu.

Ég smokraði mér hægt úr eldhringnum og kom mér í hæfilega fjarlægð frá þeim félögum. Móttökustjórinn og Sjóher fylgdust með og gerðu sig líklega í að ganga á milli þeirra. Ég skundaði því á barinn og fékk mér í glas og skot með, svona til að koma kúlinu á sinn stað.




Fylgist með á næstu dögum þegar 2. kafli fer í loftið. Þá ræðir blaðamaður við tvo stjóra í hörðustu deild landsins.
Þið megið líka þakka fyrir pistilinn með því að “læka.”


HEIMILDA OG GAGNASKRÁ
Richard Cheese - Heimasíða (http://www.richardcheese.com/)
Richard Cheese - Vídeó (http://www.youtube.com/watch?v=o39etJFlW7k)
Úrvalsdeildin - (4200)
Guttormur - (67516)
Einlar - (4772340)
Jóhannes Valdimarsson - (173548310)
*Leikurinn um daginn(395124433)

2012-10-07 05:54:07, 4237 views

Link directly to this article (HT-ML, for the forum): [ArticleID=16135]

 
Server 071