We use cookies - they help us provide you with a better online experience.
By using our website you accept that we may store and access cookies on your device.

Skálmöld spilaði Hattrick (Staðfest)

Já dömur mínar og herrar, þið lásuð rétt. Hljómsveitin Skálmöld spilaði Hattrick og ég er með sönnina í laginu "Að Hausti" svo ef þið viljið sjá sönnunina þá er um að gera að kíkja á þennann pistil.

Ef þú lest þetta þá er alveg augljóst að þú hefur áhuga á að vita hvernig lagið "Að Hausti" með hljómsveitinni "Skálmöld" er sönnun þess að þeir spiluðu Hattrick. Hlustaðu bara á lagið (https://open.spotify.com/track/6IkWWAiWlKA5FDtVSTQdqD?si=DF2EX5dmTXqmpNojppAVxw)

Ekki sannfærð(ur)? Horfum á textann. Söng texti er feitletraður og útskýringar þar fyrir neðan. Það sem er undirstrikað er röddin sem kemur inn á milli aðalsöngvarans

Tveimur jafnfljótum
Tiplar yfir sandinn

Þeir eru að labba á tvemur fótum að skoða vallaraðstæður sem þeim lýst ekki nógu vel á og líkja við sand.
Landið suður lokkar
Þeir hinsvegar láta sig hafa það því þeir eru að sunnan og vanir ýmsu
Tíminn hálfnaður
Sömuleiðis vandinn

Það er kominn hálfleikur og þeir eru að tapa. Þeir eru þungt hugsi yfir gangi mála og hvernig á að bregðast við
Landið svala okkar
Fegurð landsins róar þá niður
Enginn þekkir til
Gjörða eða göngu

Það vill enginn axla ábyrgð á þessari erfiðu stöðu sem þeir eru komnir í og allir benda á alla
Vona sinna valdur
Þeir eru að átta sig á því að þeir verða að horfa í eiginn barm vegna ástandsin
Gömlu konunnar
Endur fyrir löngu

Móðir þeirra kenndi þeim að axla ábyrgð og taka afleiðingunum
Kona vindur kaldur
Þótt það sé satt sem gamla konan sagði (móðir þeirra) þá er samt erfitt að horfast í augu við sannleikann
Skórinn Gatslitinn
Skörð eru í kápu

Þeir fara út í gömlum skóm og rifnum treyjum og halda áfram að berjast og reyna að koma til baka og fá eitthvað útúr leiknum
Lækir frosnir leka
Þetta er grófur leikur þar sem sár opnast en grær aftur og blóðið á kinnunum storknar
Skemmir göngu með
Sögum eða drápu

Það þýðir ekkert að ætla sér bara að labba í gegnum þetta, það þarf að hlaupa og berjast.
Flækir ísinn fleka
Blóðið á kinnunum er byrjað að flækjast fyrir augum þeirra svo þeir verða að þurrka andlit sitt
Reynslan Æskunnar
Rúði inn að skinni

Reynsla ungu leikmannanna sem þurftu að berjast fyrir sínu er að koma í ljós
Tapa laufin trjánum
Laufin eru klárlega yngri leikmenn sem verða að slíta sig frá trjánum eða eldri leikmönnum sem þykjast allt vita en er ekki að ganga upp
Rífur gömul sár
Slitrótt bernskuminni

Hér er verið að tyggja sömu tugguna með að yngri leikmenn verða að stíga upp
Gapa klettar gjánum
Gömlu leikmennirnir eru orðnir það gamlir að þeir eru komnir með hrukkur.

[Viðlag:]
Það var haust, við þögðum
Allt vort traust, við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust, við þögðum

Þeir settu allt sitt traust á einn leikmann aftur og aftur, leik eftir leik en hrósuðu honum aldrei. Svo þegar byrjaði að hausta og tímabilið kláraðist þá fór leikmaðurinn í annað lið af því þeir þögðu.

Ferðast einsömul
Fararskjótinn enginn

Það hrundi allt við það að missa þennann eina leikmann svo þeir urðu að sætta sig við strætó og labba.
Gjánum klettar gapa
Þeir sem eftir voru söfnuðu enn frekari hrukkum.
Félagsskapurinn allur
Úr sér genginn

Þeir eru orðnir leiðir á hver öðrum og tolla varla lengur í Hattrick.
Trjánum laufin tapa
Reynslu mestu leikmennirnir eru ekki að ná að halda í við ungu leikmennina sem koma ferskir inn.
Kaldur vindurinn
Klónum sínum sekkur

Það er erfitt að sætta sig við það að vera kominn yfir þitt besta í fótbolta
Fleka ísinn flækir
Þeir byrja að tárast við tilhugsunina um að hætta í fótbolta og þar sem það er frost þá frjósa tárin við kinnarnar
Krækiberjablá
Lækjarvatnið drekkur

Þeir fundu lækjarsprænu til að svala þorsta sínum
Leka frosnir lækir
Þetta er ísland... þú getur séð læki sem eru frosnir en renna samt.... að sumri jafnvel líka.
Liðið sumarið
Lækkar sól og dofnar

Sumarið er á enda og erfiður vetur með erfiðar ákvarðanir eru framundan
Kaldir vindar koma
Meiri vindur, meiri kuldi framundar... þú veist... Ísland í hnotskurn.
Leggst þar undir stein
Örmagna og sofnar

Þeir hafa fengið nóg af fótboltanum og ætla að setja skóna á hilluna.
Valdur sinna vona
Þeir geta bara sjálfum sér um kennt fyrir að hafa ekki komist lengra.
Leikur andlitið
Ljósrauð morgunglæta

Þeir minna sjálfa sig á að þegar kemur að næsta degi þá tekur bara við nýr dagur með nýjum áskorunum
Okkar svala landið
Þetta land er svalt þegar við komumst gegnum erfiðu tímanna
Líkt og Brynhildar
Goðin hennar gæta

Brynhildur hefur verið dugleg að þýða íslensku þjóðsögurnar yfir á ensku og eru þeir því að vonast eftir að goðin sem passa hana muni passa uppá þá líka
Lokkar suður-landið
Þeir elska suðurlandið virkilega mikið og það heillar þá hvað mest.

[Viðlag:]
Það var haust, við þögðum
Allt vort traust, við á þig lögðum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum

Þeir minnast enn þess tíma sem þeir settu allt sitt traust á einn leikmann án þess að hrósa honum fyrir það eða gera nokkuð í því.
Það var haust, í sárum
Allt vort traust, við á þig bárum
Endalaust en lítið sögðum

Þegar þeir föttuðu að leikmaðurinn ákvað að fara föttuðu þeir líka að kannski hefði verið gott að hrósa honum við og við.
Það var haust [2x], við þögðum
Það var haust, í klettum
Allt vort traust, við á þig settum
Endalaust en lítið sögðum
Það var haust [2x], við þögðum

Endurtekning á því sem þeir sáu hvað mest eftir.



Hérmeð líkur minni sönnun á því af hverju Skálmöld spilaði Hattrick áður en þeir fóru út í tónlistar bransann. Ef þú sérð það ekki þá ertu ekki að lesa rétt í þetta.... eða ég að bulla of mikið.

Takk fyrir lesturinn.
Sjoher.

2018-08-01 14:40:02, 876 views

Link directly to this article (HT-ML, for the forum): [ArticleID=20644]

 
Server 071